Æfing Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar, Ísafjarðarhafnar og Slökkviliðsins

Meðfylgjandi mynd tók Ralf Trylla umhverfisfulltrúi á vettvangi.

Það voru eflaust einhverjir sem stöldruðu við á Ísafirði í gær og veltu fyrir sér hvað fór fram úti fyrir Arnarnesi. Varðskipið Þór var þar statt á bráðamengunaræfingu, ásamt Landhelgisgæslunni, Umhverfisstofnun, Ísafjarðarhöfn og Slökkviliðinu.

Á æfingunni var gert ráð fyrir að bátur hafi strandað 1 sjómílu út af Arnarnesi og að um borð væru 10.000 lítrar af díselolíu, sem er að leka út. Landhelgisgæsluskipið Þór girti af strandsvæðið, með aðstoð hafnarstjóra. Verið var að æfa samskipti viðbragðsaðila og prufukeyra ýmsan búnað.

 

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA