Vestrapúkar komnir í úrslit

Eldri púkarnir úr Vestra, eða B-liðið í körfuboltanum, sem tekur þátt í Íslandsmóti í 3. deildinni, gerði sér lítið fyrir og kom sér í úrslit um deildarmeistaratitilinn í 2. deild. En drengirnir eru búnir að tryggja sér sæti í 2. deild næsta vetur.

Andstæðingar Vestra eru feykisterkt lið Álftaness. Þar sem Vestri endaði ofar í töflunni þá eiga þeir heimavallarréttinn og verður leikurinn háður í Bolungarvík n.k. laugardag 14. apríl kl.14.00.

Innan liðsins eru kempur á borð við Baldur Inga Jónasson, Sturlu Stígsson, Birgi Örn Birgisson, Gunnlaug Gunnlaugsson, Helga Bergsteinsson, Magnús Þór Heimisson, Hauk Rafn Jakobsson, Inga Björn Guðnason, Jóhann Jakob Friðriksson, Alex Tasev, Stefán Þór Hafsteinsson, Stíg Berg Sophusson og Svein Rúnar Júlíusson.

Þetta er verulega góður árangur hjá drengjunum og er fólk hvatt til að koma og styðja við bakið á þeim.

DEILA