Vestfjarðagöng lokuð vegna tilkynningar um eld

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum, sem birtist á facebooksíðu lögreglunnar, kemur fram að Vestfjarðagöng séu lokuð í allar áttir vegna tilkynningar um eld í göngunum. Frekari upplýsingar koma þegar þær liggja fyrir um opnun gangnanna.

Uppfært 14:45: Búið er að opna aftur fyrir umferð um Vestfjarðargöng.

Uppfært 15:16: Í samtali við Lögregluna á Vestfjörðum kemur fram að Slökkvilið Ísafjarðarbæjar, ásamt starfsmönnum Orkubúsins og Vegagerðarinnar hafi leitað af sér allan grun um eld, en ekki sé búið að staðfesta hvar upptök reyksins voru. Engu að síður þótti óhætt að opna göngin aftur fyrir umferð. Enn er upptakanna leitað, og verið er að leita af sér allan grun. Rétt er að taka fram að það sást aldrei eldur, bara reykur.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA