Styttist í Fossavatnsgönguna

Mynd: Ágúst Atlason
Nú styttist í Fossavatnsgönguna, sem er einn stærsti viðburður Ísfirðinga. Búið er að troða alla 50 kílómetrana og að sögn kunnugra eru snjóalög góð. Allt lítur því mjög vel út fyrir keppnina sem hefst 25. apríl. Skráning hefur gengið mjög vel og ljóst er að fjölmargir gestir munu sækja okkur heim þessa helgi.
Fimmtudaginn 26. apríl verður keppt í 25 kílómetra frjálsri aðferð (skautaskíðun), ásamt fjölskylduskíðun; eins og fimm kílómetra leið. Engin keppni verður á föstudeginum en laugardaginn 28. apríl verður keppt í 12.5, 25 og 50 kílómetra hefðbundinni skíðagöngu.
BB mun fylgjast vel með Fossavatnsgöngunni og upplýsa lesendur um framvindu undirbúnings og framkvæmt keppninnar.
Gunnar
DEILA