Styrkja einn nemanda til náms við Lýðháskólann á Flateyri

Fyrsti nemandinn er þe

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir á heimasíðu sinni að sveitarfélagið hyggist niðurgreiða skólagjöld fyrir einn nemanda, sem hefur áhuga á að stunda nám við Lýðháskólann á Flateyri. Sveitarfélagið gerði samning þess efnis við Lýðháskólann, en allir sem náð hafa 18 ára aldri í september á þessu ári og uppfylla önnur skilyrði, geta sótt um. Skilyrðin eru þau að einstaklingurinn búi í Bolungarvík, teljist vera brottfluttur Bolvíkingur, eða sé barn eða barnabarn búandi eða brottfluttra Bolvíkinga. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Helenu Jónsdóttur, skólastjóra Lýðháskólans, en starfsfólk Lýðháskólans munu afgreiða umsóknirnar.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA