Fyrirlestur um Ósnortin víðerni á Íslandi í Ísafjarðarbíói

Foss 7/30 Rjúkandi

Félagarnir Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, og Ólafur Már Björnsson, augnlæknir,  halda fyrirlestur í Ísafjarðarbíói föstudaginn 27. apríl, sem kallast Ósnortin víðerni á Íslandi. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Ferðafélag Íslands. Á facebook síðu viðburðarins kemur fram að sýndar verði ljósmyndir og drónaskot frá miðhálendi Íslands, en einnig af fossunum og víðernunum upp af Ófeigsfirði.

Í samtali við Tómas Guðbjartsson kemur fram að það hafi lengi staðið til að halda fyrirlestur á Vestfjörðum um ósnortin víðerni á Íslandi. „Við gáfum út Fossadagatalið í nóvember í fyrra, sem og fossabæklinginn. Í kjölfarið vorum við með fyrirlestra fyrir sunnan. Það stóð alltaf til að koma vestur með sama fyrirlestur til að opna umræðuna. Ekki til að stuða fólk, heldur bara til að skapa vettvang fyrir opnar umræður.“ Tómas segir að þeir hafi verið hvattir til að koma með fyrirlesturinn vestur og nú sé loksins komið að því. „Umræðan snýr að öllu landinu, ekki bara Vestfjörðum. Við tölum um miðhálendið, en líka víðernin upp af Ófeigsfirði. Við hlökkum til að koma, þar sem Vestfirðir eru okkar uppáhaldssvæði.“

Margrét Lilja

milla@bb.is

 

DEILA