Ársfundur Byggðastofnunar

Miðvikudaginn 25. mars fer fram ársfundur Byggðastofnunar á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Dagskráin hefst kl 13:00 þegar Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar setur fundinn. Fast á hæla honum flytur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ávarp. Aðrir sem taka til máls eru meðal annars forstjóri Byggðastofnunar, Aðalsteinn Þorsteinsson og Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, en hún mun segja frá Byggðaáætlun 2018-2024. Þá mun Sigríður Elín Þórðardóttir frá Byggðastofnun flytja erindi um það hvert íbúar landsbyggðarinnar sækja þjónustu og svo mun Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri segja frá rannsókn á orsökum búferlaflutninga. Dagskránni lýkur kl. 15:30 með afhendingu styrkja úr Byggðarannsóknarsjóði.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA