Aðalfundur Samfylkingarinnar 6. maí

Allir félagsmenn Samfylkingarinnar eru hvattir til að mæta á aðalfund Kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sunnudaginn 6. maí 2018 kl. 12-16 í Landnámssetrinu, Borgarnesi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, ávarpar fundinn og tekur þátt í umræðum.

Þeir félagsmenn sem hafa hug á að bjóða sig fram eða tilnefna í stjórn, eða til annarra embætta sem kosið verður um er bent á að hafa samband við formann stjórnar, Ólaf Inga Guðmundsson, fyrir 3. maí nk. Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast undirrituðum fyrir 25. apríl n.k.

Margrét Lilja Vilmundardóttir

milla@bb.is

DEILA