Fossavatnsgangan byrjar á morgun

Mynd: Gústi

Nú styttist í eina af stærstu bæjarhátíðum Ísfirðinga, en Fossavatnsgangan byrjar á morgun, fimmtudaginn 26. apríl, með 25 km frjálsri aðferð (Fossavatnsskautið), ásamt 1 km og 5 km fjölskyldugöngu. Á laugardaginn verður svo aðaldagurinn, þar sem keppt er í hefðbundinni göngu í þremur vegalengdum, 50 km, 25 km og 12,5 km.

 

Fossavatnsgangan hefur verið haldin síðan árið 1935, en miklar breytingar hafa orðið á framkvæmd og skipulagi síðan. Mesta breytingin er 50 km gangan, sem var forsenda þess að gera gönguna alþjóðlega. Gangan er nú vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna og má búast við miklum fjölda þeirra til Ísfjarðar næstu daga. Meðal annars er búist við þremur verðlaunahöfum af Ólympíuleikunum í ár. Allt gistirými á Ísafjarðarsvæðinu er uppbókað fyrir keppnisdagana.

 

Keppnismenn eru nú farnir að velta fyrir sér veðurspá og hvaða áburð eigi að nota. Veðurspáin er mjög hagstæð, sérstaklega fyrir laugardaginn og allt útlit fyrir að veðurguðirnir leggi sitt af mörkum til að gera daginn góðann. Drissa nýjum snjó á föstudeginum og síðan sól og blíðu á laugardaginn. BB mun fylgjast með göngunni og upplýsa lesendur sína um framvinduna.

Gunnar
DEILA