Vestfjarðagöng lokuð tímabundið í kvöld

Samkvæmt upplýsingum lögreglu verða Vestfjarðagöng lokuð tímabundið í kvöld, en þrír námutrukkar verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng til Dýrafjarðar.

Lögreglan segir að búast megi við að lokunin vari í einhvern tíma, þar sem um flutning á stórum tækjum er að ræða, en einn trukkur verður fluttur í einu.

Fyrsta lokunin mun eiga sér stað um kl. 21 í kvöld en ekki er hægt að segja til með vissu hvenær seinni lokanirnar muni eiga sér stað, en reynt verður að klára lokanirnar fyrir morgun.

-Margrét Lilja Vilmundardóttir

margretliljavilmundardottir@gmail.com

DEILA