Unnið að mokstri á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

Mokstur á Hrafnseyrarheiði. Mynd úr safni.

Unnið er að mokstri á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði um þessar mundir.

G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að enn sem komið er, sé einungis fært fyrir jeppa og vel útbúna fjórhjóladrifna bíla, ásamt 10 tonna bílum. Vonandi næst þó að opna í dag.

„Þetta lítur mjög illa út vegna aurbleytu á Dynjandisheiði og erfitt er að spá fyrir um hvenær fært verður fyrir minni bíla. Það er N/A hret í kortunum, svo það verður líkast til ófært aftur á föstudag. Vísbendingar eru þó um kaldara veður í næstu viku og minni úrkomu.“ Pétur segir að í það heila þá sé ekki mikill snjór miðað við árstíma og þeir hjá Vegagerðinni voni hið besta.

-Margrét Lilja Vilmundardóttir

DEILA