Samspilstónleikar Tónlistarskóla Ísafjarðar

Á morgun, fimmtudaginn 15. mars kl. 19:30, býður Tónlistarskóli Ísafjarðar til samspilstónleika í Hömrum.

Á dagskránni verður hljómsveitarsamspil og píanótónar þar sem fjórar hendur og allt upp í sextán leika á tvo flygla. Einnig verður boðið upp á lagasyrpu úr söngleiknum Wicked sem Pétur Ernir Svavarsson útsetti fyrir tvö píanó. Pétur Ernir flutti verkið ásamt Kristínu Hörpu Jónsdóttur á lokahátíð Nótunnar sem haldin var í Eldborgarsal Hörpu þann 4. mars síðastliðinn og uppskar aðalverðlaun Nótunnar 2018. Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana og aðgangur er ókeypis.

DEILA