Syngja á þremur aðventutónleikum

Næstu daga verður mikið um dýrðir hjá Karlakórnum Erni þegar kórinn syngur á þremur aðventutónleikum. Kórinn ríður á vaðið í kvöld með tónleikum í Félagsheimilinu í Bolungarvík kl. 20. Annaðkvöld verða þeir í Ísafjarðarkirkju og hefjast tónleikarnir kl. 19:30 og mánudag heldur kórinn til Þingeyrar og syngur í Félagsheimilinu og hefjast tónleikarnir kl. 20:30.

Stjórnandi Ernis er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og gestir og meðsöngvarar er söngnemar í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Um undirleik sjá Pétur Ernir Svavarsson á píanó, Kristín Harpa Jónsdóttir á harmónikku og píanó og Jóngunnar Biering Margeirsson á bassa.

smari@bb.is

DEILA