Vinnutap og húsnæðiskostnaður

Birkir Snær með stóru systur sinni Sigrúnu Þóreyju

Ferðakostnaður foreldra með mikið veik börn var talsvert til umræðu í gær í kjölfar færslu Þóris Guðmundssonar á facebook en það er gríðarlegur kostnaður sem mætir foreldrum sem fylgja börnum sínum í læknismeðferðir til Reykjavíkur. En fyrir utan ferðakostnað þarf að leysa húsnæðismál í Reykjavík meðan dvalið er þar og það er stundum snúið.  Hægt er að sækja um íbúðir hjá Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna en alls ekki gefið að til laus íbúð þegar á þarf að halda. Sjúkratryggingar greiða 80% af húsnæðiskostnaði þeirra daga sem barnið er inniliggjandi en ekki meðan beðið er eftir aðgerð eða þegar dvelja þarf nálægt Landspítalanum eftir aðgerðir en það geta verið margir dagar.

Þegar svo háttar til að fleiri börn eru á heimilinu þarf að „setja upp meiriháttar aðgerðarplan“ eins og fjögurra barna móðir orðaði það í færslu á facebook um þau verkefni sem blasa við hennar fjölskyldu vegna læknisferða veika barnsins á heimilinu. Aðeins annað foreldrið fær niðurgreiddan ferðakostnað, aðeins annað foreldrið má vera hjá barninu á spítalanum í einu og því þarf að útvega húsnæði í Reykjavík.

bryndis@bb.is

DEILA