Nýtum kosningarétt okkar

Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þingmaður NV kjördæmis.

Tveir dagar í kosningar. Kosningar sem komu nokkuð óvænt til okkar og rifu okkur upp að værum blundi. Mörgum finnst þeir ekki hafa verið teknir alvarlega þegar þeir settu krossinn með sannfæringu á kjörseðilinn fyrir ári.  Hvað er þá til ráða?

Hér í NV kjördæmi höfum við úr að velja níu framboðum sem bjóða fram krafta yfir hundruð einstaklinga, öll til góðra verka skulum við halda. Það er úr vöndu að ráða. Það sem fólk kallar eftir er stöðuleiki í stjórnmálum, fólk setjist niður og hefji samtal um hvernig hægt sé að ná góðum árangri og að þjóðarskútan fari nú að sigla lygnan sjó.
Það er augljóst að núna í þessum kosningum er horft til Framsóknarflokksins sem sterkt afl til að koma inn í ríkisstjórn sem hefur það að leiðarljósi að horfa fram og vera þátttakandi í pólitísku samtali inn á Alþingi. Það hefur sýnt sig í umræðunni undanfarna daga að fólk ber mikið traust til  Sigurðar Inga og Lilju Alfreðsdóttur til góðra verka, því er mikilvægt að þau fái öflugt fylgi inn á þing .

Byggðamál

Það er mjög mikilvægt að kjördæmin eigi sterkar raddir sem skila þeim baráttumálum sem að okkur snúa inn í umræðuna. Hvert landssvæði hefur ákveðna sérþarfir og það er ljóst að við þurfum kröftuga raddir til að standa fyrir þeim. Við erum óhrædd við að benda á að það sérstakar aðgerðir í byggðarmálum að norskri fyrirmynd. Lægri skattar þeirra sem búa á ákveðnum skilgreindum stöðum á landsbyggðinni og líka við viljum fella niður afborgun námslána fyrstu fimm árin fyrir þá sem eru búsettir  á landsbyggðinni.  Þetta eru alvöru hugmyndir sem við viljum tala fyrir.

Hverjar eru kröfur kjósenda til okkar?

  • Við eigum að hlusta.
  • Við eigum að þora.
  • Við eigum að vera áræðin.
  • Við eigum að vera með.

Ég býð mig fram til þátttöku og treysti á að atkvæði þitt kæri kjósandi skili mér inn á Alþingi. Þar sem ég legg mig fram við að taka þátt í samtali og skila rödd okkar inn á Alþingi.

Halla Signý Kristjánsdóttir, höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi.

Greinin birtist fyrst í 24. tbl. Bæjarins besta

DEILA