Mikilvægt að kjósa rétt!

.

Það er ekki sama hvernig er kosið og þá er ekki átt við hvaða lista kjósandi velur eftir að hafa kynnt sér stefnumál flokkanna ítarlega. Nei, það er hægt að gera atkvæði sitt ógilt með ýmsum hætti og að auki gilda ákveðnar reglur um hvað má og hvað ekki má gera á kjörstað. Til dæmis má ekki vera með kosningaáróður á kjörstað og bannað að taka myndir á kjörstað; sumsé: engar sjálfur í kjörklefanum.

Kjósendur þurfa að hafa í huga að kjósa rétt og gera atkvæði sitt ekki ógilt. Atkvæði er ógilt:

  • Ef það er ekki augljóst hvaða lista er merkt við
  • Ef kjörseðill er auður
  • Ef krossað er við fleiri en einn bókstaf
  • Ef kjósandi endurraðar á fleiri en einum lista eða endurraðar frambjóðendum á lista sem hann kýs ekki

Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út myndband með leiðbeiningum um atkvæðagreiðslu á kjörstað og má horfa á það hér.

smari@bb.is

DEILA