Meiri líkur á vinstri stjórn

Meiri líkur eru á vinstri stjórn en hægri stjórn að loknum kosningum sem fara fram eftir 10 daga. Samkvæmt kosningaspá Kjarnans eru 34% líkur á stjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks. Hægri stjórn, sem væri skipuð Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Miðflokki og Flokki fólksins eru gefnar 22% líkur.

Í kosningaspánni frá því í gær eru Vinstri græn með mest fylgi, eða 25,6%. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,5%. Útkoma Samfylkingarinnar er 12,4% og fylgi Pírata 9,4%. Miðflokkurinn er sem fyrr stærri en Framsóknarflokkurinn, en fyrrnefndi flokkurinn fær 9,2% á meðan Framsókn fær 6,6%. Flokkur fólksins mælist með 5,8% fylgi og bæði Viðreisn og Björt framtíð detta út af þingi.

Í kosningaspá Kjarnans eru skoðanakannanir samkeyrðar og tekið tillit til margra þátta, eins og sögulegra áreiðanleika þeirra.

smari@bb.is

DEILA