Magnús Þór oddviti Flokks fólksins

Magnús Þór Hafsteinsson

Flokkur fólksins hefur opinberað oddvita á listum flokksins í öllum kjördæmum. Magnús Þór Hafsteinsson mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Magnús Þór sat á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn kjörtímabilið 2003-07. Hann er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum. Fiskeldisfræðingur frá Héraðsháskóla Sogn og Firðafylkis í Noregi og með meistaragráðu í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin í Noregi.

Hann vefur víðtæka starfsreynslu, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Blaðamaður í sjónvarpi, útvarpi, á netinu og í blöðum bæði í Noregi og á Íslandi. Hann hefur ritað bækur um sögu Íslands í seinni heimsstyrjöld og verið ritstjóri landshlutafréttablaðsins Vesturlands frá 2016. Hann leiddi lista Flokks Fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu þingkosningum.

smari@bb.is

DEILA