Guðjón og Arna Lára í efstu sætum

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi samþykkti í gær framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í lok mánaðarins. Guðjón S. Brjánsson leiðir listann áfram. Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, verður í öðru sæti. Hún er ekki ókunn þingstörfum, en hún sat sem varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2009-2013.

Kjördæmisþingið var haldið á Hótel Bjarkalundi og var framboðslistinn samþykktur samhljóða.

Listinn í heild sinni:

 1. Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður, Akranesi
 2. Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, Ísafjarðarbæ
 3. Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona, Akranesi
 4. Sigurður Orri Kristjánsson, leiðsögumaður, Reykjavík
 5. Gunnar Rúnar Kristjánsson, bóndi, Blöndósbæ
 6. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Vesturbyggð
 7. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
 8. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfjarðarbæ
 9. Ingimar Ingimarsson, organisti, Reykhólahreppi
 10. Pálína Jóhannsdóttir, kennari, Bolungarvík
 11. Pétur Ragnar Arnarsson, slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra
 12. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki, Akranesi
 13. Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Borgarbyggð
 14. Helgi Þór Thorarensen, prófessor, Sauðárkróki
 15. Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
 16. Sigrún Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Akranesi

smari@bb.is

DEILA