Grúskað í rökkrinu

Bókamarkaðurinn Grúskarar í rökkrinu er orðinn að árlegum viðburði Bókasafnsins á Ísafirði í tengslum við bæjarhátíðina Veturnætur. Markaðurinn verður opnaður fimmtudaginn 26. október um leið og stendur til og með laugardagsins 4. nóvember. Verður bókamarkaðurinn opinn á opnunartímum hússins sem er virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 13-16.

Að mestu leyti verður bókamarkaðurinn staðsettur í salnum á 2. hæð, en lítil „markaðshorn“ verður einnig að finna á öðrum stöðum í húsinu. Í boði verða blanda af grisjuðum bókum og glænýjum; skáldsögum, ævisögum, fræðibókum og fleira sem bókagrúskarar geta haft gaman af. Verð er hófstillt og hægt að gera mjög góð kaup.

smari@bb.is

DEILA