Formenn flokkanna funda með forseta

Þétt dagskrá á Bessastöðum í dag.

Guðni Th. Jóhannesson. forseti Íslands,  ætlar að ræða við forystumenn allra flokkanna í dag í þingstyrksröð áður en hann ákveður hverjum hann felur stjórnarmyndunarumboð. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur á Bessastaði kl. 10. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á Bessastaði klukkan 11, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins klukkan tólf og svo koll af kolli þar til Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætir klukkan 17 í dag.

DEILA