Fæstir í Norðvesturkjördæmi

.

Á kjörskrárstofni sem Þjóðskrá Íslands hefur unnið vegna alþingiskosninganna 28. október eru kjósendur 248.502 talsins. Konur eru 124.669 en karlar 123.833. Kjósendur með lögheimili erlendis eru samkvæmt kjörskrárstofni 13.461 eða 5,4% af heild.

Fæstir kjósendur eru í Norðvesturkjördæmi en þeir eru 21.516 talsins. Í Suðvesturkjördæmi eru flestir kjósendur, eða 69.498. Átta þingmenn eru í Norðvesturkjördæmi og því 2689 atkvæði að baki hverjum þingmanni. Í Suðvesturkjördæmi eru 13 þingmenn og hver þingmaður í kjördæminu með 5.346 atkvæði að baki sér.

Mynd: Þjóðskrá Íslands.

Munur er á kynjaskiptingu kjördæmanna. Á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Suðvesturkjördæmi – eru konur í meirihluta kjósenda. Á landsbyggðinni –  í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi – eru karlar í meirihluta.

smari@bb.is

DEILA