Uppstilling hjá VG

Lilja Rafney sækist eftir oddvitasætinu.

Samþykkt var ein­róma til­laga stjórn­ar kjör­dæm­aráðs VG í Norðvest­ur­kjör­dæmi í gær að stilla upp á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir var í efst á lista Vinstri grænna í Norðvest­ur­kjör­dæmi í síðustu kosn­ing­um og hún sækist eftir fyrsta sætinu á nýjan leik. Flokkurinn stefnir á að kynna framboðslistann sem fyrst, enda stutt í kosningar. Kosningabaráttan er að hefast þessi dægrin og í kvöld verður Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, með opinn stjórnmálafund í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

smari@bb.is

DEILA