Þrívíddargangbraut vekur athygli

Ný þrívíddargangbraut við Landsbankann á Ísafirði hefur vakið talsvert meiri athygli en þá Ralf Trylla umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar og Gaut Ívar Halldórsson hjá Vegamálun GÍH grunaði þegar þeir máluðu hana. Fjallað hefur verið um hana í Iceland Review, Cycling Weekly og frönsku vefjunum Golem 13, Creapills og Déplacementspros svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa myndir af gangbrautinni náð flugi á samfélagssafnmiðlunum Reddit og 9Gag, svo ekki sé minnst á Facebook og Twitter. Fyrst var fjallað um gangbrautina á bb.is

smari@bb.is

DEILA