Stefna öll á þingsetu

Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla að bjóða sig fram að nýju í kosningunum eftir rúmar fimm vikur. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þetta eru Gunnar Bragi Sveinsson og Elsa Lára Arnardóttir úr Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Teitur Björn Einarsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir úr Sjálfstæðisflokki, Eva Pandóra Baldursdóttir Pírati, Guðjón S. Brjánsson úr Samfylkingu og Lilja Rafney Magnúsdóttur úr Vinstri grænum.

smari@bb.is

DEILA