Leggur til óbreyttan lista

Fimm efstu á listanum fyrir ári ásamt Einari K. Guðfinnssyni sem skipaði heiðurssætið.

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi leggur til að listi flokksins verði óbreyttur í kosningunum í lok október. Þetta kemur fram í bréfi kjördæmisráðsins til flokksmanna. Flokkurinn fékk þrá þingmenn kjörna í kosningnum í fyrra, þau Harald Benediktsson, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Teit Björn Einarsson. Í bréfinu frá kjördæmisráði segir meðal annars:

„Það er mat stjórnar kjördæmisráðsins að bæði tíma og kröftum okkar Sjálfstæðismanna sé betur varið í kosningabaráttu en samkomur flokkssystkina. Stjórn kjördæmisráðsins vill því freista þess að leiða fram niðurstöðu um framboðslista á sem skemmstum tíma. Það er því tillaga stjórnar kjördæmisráðs og kjörnefndar að leggja til að sami framboðslisti muni gilda við komandi kosningar og verður það tillaga fyrir fundinn sem boðaður er kl 12, sunnudaginn 1. október nk. Rætt hefur verið við alla frambjóðendur og eru þeir undantekningalaust tilbúnir til að taka sitt sæti og taka þátt í kosningabaráttunni.“

smari@bb.is

DEILA