Fimmtán í prófkjöri Pírata

Eva Pandora Baldursdóttir

Prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi hófst á laugardaginn. Fimmtán frambjóðendur eru í kjöri. Eva Pandora Baldursdóttir, sem náði kjöri í kosningunum fyrir ári gefur áfram kost á sér í fyrsta sæti. Prófkjörið fer fram á netinu og þegar þetta er skrifað hafa 237 greitt atkvæði. Kosningunni lýkur á laugardaginn og úrslit verða kunngjörð svo skjótt sem auðið er.

Frambjóðendur í prófkjöri Pírata eru:

Halldór Óli Gunnarsson

Halldór Logi Sigurðsson

Gunnar Ingiberg Guðmundsson

Eva Pandora Baldursdóttir

Eiríkur Þór Theódórsson

Egill Hansson

Bragi Gunnlaugsson

Arndís Einarsdóttir

Ragnheiður Steina Ólafsdóttir

Vigdís Pálsdóttir

Sunna Einarsdóttir

Magnús Davíð Norðdahl

Leifur Finnbogason

Hinrik Konráðsson

smari@bb.is

DEILA