Einvalalið í Útsvarinu

Greipur, Tinna og Gylfi verja heiður Ísafjarðarbæjar á komandi Útsvarstímabili.

Ísafjarðarbær keppir í hinum ódauðlega spurningaþætti Útsvari á föstudagskvöldið næsta. 2017 Útsvarsárgangurinn er ekki af lakari endanum hjá Ísafjarðarbæ og mun án vafa standast samanburð við goðsagnakennd lið fyrri ára. Liðið í ár skipa Greipur Gíslason verkefnastjóri, Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og Tinna Ólafsdóttir  texta- og hugmyndasmiður.

Útsvarið verður með breyttu sniði í ár, ekki síst fyrir þær sakir að nýtt fólk er komið í brúna og þau Sigmar og Þóra verða hvergi nærri. Í þeirra stað ætla Sólmundur Hólm og Guðrún Dís Emilsdóttir að standa við rattið.

smari@bb.is

DEILA