Dögun býður fram

.

Dögun hyggst bjóða fram í komandi Alþingiskosningum þann 28. október. Í tilkynnngu frá flokknum segir að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu þá ætlar flokkurinn að gera sitt allra besta til að koma þeim málefnum á framfæri sem flokkurinn hefur talað fyrir í gegnum árin.

„Það er okkar markmið að breyta íslensku þjóðfélagi í samfélag þar sem allir geta þrifist og lifað mannsæmandi lífi í stað þess einkavina þjóðfélags sem að við búum við í dag. Nú er að hrökkva eða stökkva. Þetta er ekki spurning um getu okkar almennings heldur hvort að við þorum að grípa tækifærið sem okkur var fært upp í hendurnar nú á haustdögum með einni undirskrift,“ segir í tilkynningu.

smari@bb.is

DEILA