ADHD spila í Edinborg

ADHD flokkurinn er öllum jazzgeggjurum vel kunnur eftir ríkulegt framlag hans til íslenskrar jazzsenu í hartnær áratug. Kvartettinn er skipaður sannkölluðum landsliðsmönnum, bræðrunum Ómari og Óskari Guðjónssonu, Davíð Þór Jónssyni og Magnúsi Tryggvasyni Eliassen. Á morgun ætla fjórmenningarnir að heiðra Ísfirðinga og nærsveitunga með ljúfum tónum á tónleikum í Edinborgarhúsinu.

ADHD  hefur frá stofnun gefið út sex plötur. Sú sjötta og nýjasta, ADHD6, kom út síðasta haust á geisladisk og svo var hún gefin út á vínylplötu nú í vor. ADHD-liðar hafa verið duglegir við tónleikahald erlendis undanfarin ár en ekki eins duglegir að spila heima á Íslandi.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 3.000 kr. og 2.500 kr. fyrir eldri borgara og nema.

smari@bb.is

DEILA