Tungumálaskrúðganga árlega á Ísafirði

Það var ómæld hamingja og spenningur hjá tungumálatöfrandi börnum í hádeginu í dag.

Yfir 90 manns mættu í fyrstu Tungumálaskrúðgönguna sem haldin á Ísafirði í dag. Skrúðgangan var haldin í tilefni af námskeiðslokum Tungumálatöfra sem er tilraunaverkefni til að búa til málörvandi fyrir fjöltyngd börn á Ísafirði.

Haldið var frá Edinborgarhúsinu og gengið að Byggðarsafni Vestfjarðar þar sem 14 börn sem tala sjö tungumál fleyttu bátum sem þau bjuggu til á námskeiðinu. Tjöruhúsið bauð upp á plokkfisk fyrir alla sem mættu.

Elíza Reid stýrði fundi sem haldinn var í kjölfarið um framhald verkefnisins. Ákveðið var að endurtaka námskeiðið á sama tíma að ári og gera Tungumálasrkúðgönguna að árlegum viðburði á Ísafirði.

Verkstjórn var valin á fundinum til að halda áfram þróun verkefnisins. Í henni eru Herdís Hübner grunnskólakennari, Svava Rán Valgeirsdóttir leikskólastjóri, Matthildur Helgadóttir Jónudóttir rekstrar- og viðburðarstjóri og Isabel Alejandra Díaz háskólanemi, Anna Hildur Hildibrandsdóttir kvikmyndaframleiðandi.

Hér má sjá nokkrar myndir af börnunum og hér er tengill á sönginn um litina.

bryndis@bb.is

DEILA