Ljósmyndasýning á Galdrasafninu

Hólmavík.

Síðastliðinn föstudag opnaði Giný en hún er frönsk myndlistarkona sem notar ljósmyndir sem skapandi ferli, ljósmyndasýningu í Gallery Galdri á Galdrasafninu í Hólmavík.

Sýningin ber yfirskriftina Hide Your Fires og verður uppi í tvo mánuði, frá 15. júlí til 15. september 2017. Verkið er gert úr myndum, röð sjónarhorna á lífræn form, endurkast ljóss, sem aðeins er að finna á Íslandi. Himinn, landslag, gluggar, steinar og vatn blandast við flutning flöktandi andrúmslofts á mörkum draums og raunveruleika.

Bryndís@bb.is

DEILA