Eina löggilda kafbátabryggja landsins

Kafbátabryggja !!! Mynd: Eyþór Jóvinsson

Við sögðum frá því um miðjan júlí að ekki væri hægt að bíða lengur með viðgerðir á bryggjunni á Flateyri en hún hefur sigið mikið og á háflóði fer hún að stórum hluta í kaf. Meðfylgjandi mynd birti Eyþór Jóvinsson á facebook síðu sinni og telur að þarna sé um að ræða einu löggildu kafbátabryggju landssin.

Þráttað er um hvort um hönnunarmistök eða framkvæmdamistök er að ræða en hvort heldur sem er þarf að gera við og að mati Vegagerðarinnar verður að fara að gera. Þetta er umfangsmiklar aðgerðir og áætlaður kostnaður er tæpar 50 milljónir.

bryndis@bb.is

DEILA