Ekki hægt að bíða með að bjarga höfninni á Flateyri

 

Hafnarkanturinn á hafskipahöfninni á Flateyri hefur sigið um allt að 0,5 m frá því að stálþilið og þekjan var steypt árið 1999. Nú er svo komið að ekki er hægt að bíða lengur með aðgerðir og í minnisblaði Vegagerðarinnar er mælst til að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Hönnunarmistök er ástæða fyrir siginu að mati sérfræðings Vegagagerðarinnar sem telur það fyrst og fremt tilkomið vegna þesss að þilið var rekið niður of nálægt bakkanum og dýpið er meira en hönnunardýpið.

Þær aðgerðir sem þarf að grípa til eru viðamiklar og fela í sér dælingu á efni og uppfyllingu eftir atvikum. Styrkingu sjávarbotnsins fyrir framan bryggjuna með djúpþjöppun. Ef þessar aðgerðir takast og sigið stöðvast þarf að endursteypa hluta hafnarkant og -þekju.

Áætlaður heildarkostnaður er 43 milljónir kr. og ríkið greiðir 75% kostnaðar á móti hafnarsjóði

Að mati hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar er sanngjörn og eðlileg krafa að ríkið greiði allan kostnað þar sem hafnarstjórn telur einsýnt að ástæða sigsins er hönnunargalli sem er alfarið á ábyrgð ríkisins.

DEILA