Stórslagur á Torfnesi

Frá leik Vestra fyrr í sumar.

Á morgun verður sannkallaður stórslagur á Torfnesivelli þegar Njarðvík og Vestri mætast í 2. deild Íslandsmótsins. Einungis eitt stig skilur liðin að, Njarðvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig en Vestri er í þriðja sæti með 13 stig. Á toppi deildarinnar situr Magni frá Grenivík með 16 stig. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í síðustu umferð. Njarðvík tapaði stórt á heimavelli fyrir Hetti en leikurinn endaði með 3-0 sigri Hattar. Vestramenn léku við Tindastól á Sauðárkróki og sigruðu Skagfirðingarnir 2-1.

Það er mikið í húfi á morgun við að tryggja stöðuna í toppbaráttunni og ljóst að það verður barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn hefst kl. 14.

DEILA