Sýslumaðurinn á Vestfjörðum ætlar sem kunnugt er að loka skrifstofu embættisins í Bolungarvík. Tveir starfsmenn hafa unnið á skrifstofunni og hafa þeir báðir sagt upp störfum. Bæjarráð Bolungarvíkur hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega og sömuleiðis Jón Páll Hreinsson, bæjastjóri Bolungarvíkur. Í dag var útibú sýslumannsins lagt niður með táknrænum hætti þegar bæjarstjórinn fór upp í stiga og pakkaði skilti embættisins á húsvegg Ráðhússins í svartan ruslapoka. Aðstoðarmenn Jóns Páls voru starfsmennirnir tveir sem láta af störfum í dag.