Munnhörpuleikur á heimsmælikvarða

Munnhörpuleikarinn margfrægi Þorleifur Gaukur Davíðsson er mættur á landið eftir nám í Berklee College of Music. Í þetta skiptið tekur hann með sér Ethan Jodziewicz, einn fremsta roots-bassaleikara heims og spila þeir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði annaðkvöld. Ethan er á milli túra með Grammy-tilnefndu Sierra Hull og hefur hann spilað með öllum frá Bela Fleck til David Grisman. Þorleifur Gaukur og Ethan blanda saman bluegrass og djassi á einstakan hátt og útkoman er ferskur og orkumikill spuni sem heldur áheyrendunum spenntum.

Þorleifur Gaukur hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá unga aldri. Hann hefur spilað með KK, Kaleo, Victor Wooten, Bob Margolin, Peter Rowan, Tómas R. Einarsson, Skúla mennska og mörgum fleirum. Haustið 2015 hóf hann nám við Berklee tónlistarháskólanum í Kalíforníu á fullum skólastyrk og fékk Clark Terry verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í fyrra. Hann hefur verið aktívur í bluegrass senuni í Bandaríkjunum og er draumurinn að kynna þá tónlist fyrir landanum.

Sjá viðtal RÚV við Þorleif Davíð

DEILA