Leikjanámskeiðin hefjast í næstu viku

Frá leikjanámskeiðinu í fyrra.

HSV býður líkt og undanfarin ár upp á íþrótta- og leikjanámskeið á Ísafirði í júnímánuði. Leikjanámskeiðið er ætlað börnum sem eru að ljúka 1.-4. bekk í grunnskóla og er það með fjölbreyttu sniði þar sem meðal annars verður farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund og þá verða ýmsar íþróttagreinar reyndar. Námskeiðið er virka daga frá kl.9-12 og er mæting við Íþróttahúsið á Torfnesi, einnig geta börnin fengið vistun frá kl.8:30 án skipulagðrar dagskrár.

Í heildina verða kennd þrjú vikulöng námskeið og er hægt að velja hversu mörg námskeið verða tekin. Fyrsta námskeiðið hefst 6.júní og því síðasta lýkur þann þrítugasta. Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna www.hsv.is

annska@bb.is

DEILA