Góð veiði fyrstu vikuna

Fyrstu viku strandveiða sumarið 2017 lauk á föstudag. Samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda voru 319 bátar á veiðum og samanlagður afli 433 tonn. Alls fóru bátarnir 651 sinnum á sjó sem gerir meðalafla upp á 665 kg.

Að venju eru flestir strandveiðibátanna skráðir á svæði A, eða 161 talsins sem er þremur fleiri en samanlagður fjöldi á öðrum svæðum. Svæði A nær frá Arnarstapa á Snæfellsnesi til Súðavíkur.

DEILA