Safna bókum fyrir bókasafn G.Í.

Bókmenntaandi hefur um árabil svifið yfir vötnum á Ísafirði á sumardaginn fyrsta og er nú sem oft áður boðið upp á dagskrá helgaða börnum og bókum í menningarmiðstöðinni Edinborg. Umræða um lestur barna og barnabækur dúkkar upp með reglulegu millibili, en þó að hverjum kunni að sýnast sitt þá geta flestir sammælst um mikilvægi lestur í uppvextinum og að börn og ungmenni hafi úr vönduðum bókum að velja. Á síðasta ári fór foreldrafélag G.Í. í samstarfi við grunnskólann í átak til að efla bókakostinn á bókasafni skólans. Það tókst með ágætum og verður slíkt hið sama gert í ár. Penninn Eymundsson er líkt og þá í samstarfi við foreldrafélagið og í verslun hans á Ísafirði verða bækurnar á óskalistanum á 20% afslætti og verður listann að finna í versluninni fram til laugardagsins 29.apríl. Einnig ef einhverjir eiga þessar bækur heima við og vilja gefa þær til skólans má koma með þær á skrifstofu skólans á opnunartíma.

Allar bækur eru vel þegnar en óskalistinn fyrir bókasafn Grunnskólans á Ísafirði árið 2017 lítur svona út:

Spennusögur fyrir unglinga eftir norræna höfunda

Dramasögur fyrir unglinga

Enskar bækur fyrir unglinga

Útkallsbækurnar eftir Óttar Sveinsson

Bækurnar um Kidda klaufa eftir Jeff Kinney

Bækurnar um Skúla skelfi eftir Francecsa Simon

Randalín og Mundi bækurnar eftir Þórdísi Gísladóttur

Seiðfólkið I-VI eftir Jo Salmson

Bækur eftir David Walliams

Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur

Doddi, bók sannleikans eftir Þórdísi Gísladóttur og Hildi Knútsdóttur

Úlfur og Edda eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur

Endalokin eftir Birgittu Hassel og Mörtu Hlín Magnadóttur

Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason

Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur

annska@bb.is

DEILA