Veðurstofan spái norðaustanátt á Vestfjörðum í dag 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning en slydda nyrst. Lægir í fyrramálið, austlæg átt 5-8 m/s um hádegi á morgun og úrkomuminna. Vaxandi norðaustanátt undir kvöld, 10-18 annað kvöld. Hiti 1 til 6 stig að deginum.
Það er hálka eða krapi á flestum leiðum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru lokaðar, einnig er ófært í Árneshrepp.