700 þúsund í menningarstyrki

Falleg harmonika. Mynd frá Byggðasafni Vestfjarða.

Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur afgreitt vorúthlutun menningarstyrkja. Til ráðstöfunar voru 700 þúsund krónur. Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:

  • Eyþór Jóvinsson, Arnbjörn – handrit að kvikmynd í fullri lengd, kr. 50.000,-
  • Gláma kvikmyndafélag, Gamanmyndahátíð Flateyrar, kr. 200.000,-
  • Kvenfélagið Von, Dýrafjarðadaganefnd, Dýrafjarðadagar – barnadagskrá, kr. 100.000,-
  • Listasafn Ísafjarðar, ljósmyndasýning á verkum Þorvaldar Arnar Kristmundssonar, kr. 50.000,-
  • Byggðasafn Vestfjarða, sýning á hljóðfærum safnsins, landsmót harmonikkuunnenda og útgáfu á geisladisk, kr. 250.000,-
  • Byggðasafn Vestfjarða, opnun sýningarinnar „Ég var aldrei barn“ í tilefni af 75 ára afmæli safnsins, kr. 50.000,-

Smári@bb.is

DEILA