Vindasamt næstu daga

Frá fimmtudegi til laugardags er útlit fyrir að lengst af verði hvassviðri eða stormur á landinu. Skiptist á sunnanátt með rigningu og hlýindum annars vegar og hins vegar svalari suðvestanátt með éljum eða skúrum. Í spá Veðurstofu Íslands fyrir Vestfirði í dag er búist við hlýnandi veðri með sunnan 15-23 m/s, sem fylgir slydda eða rigning. Vindur snýst í ívið hægari suðvestanátt síðdegis með smáskúrum, en 15-23 seint í kvöld með éljum og fer að kólna aftur. Hægari í fyrramálið, en sunnan 10-18 m/s með rigningu annað kvöld og þá hlýnar að nýju.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru á vegum á Vestfjörðum  og víða skafrenningur á fjallvegum.

annska@bb.is

DEILA