Vestfirðingar á lokahátíð Nótunnar

Lokahátíðin verður í Hörpu.

Um 140 tónlistarnemendur víðs vegar af landinu koma fram á lokahátíð Nótunnar 2017 sem fram fer í Eldborg Hörpu sunnudaginn. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og fer nú fram í áttunda skipti. Tónlistarskóli Ísafjarðar á tvo fulltrúar á Nótunni og Tónlistarskóli Bolungarvíkur einn. Frá Tónlistarskóla Ísafjarðar ætlar Aron Ottó Jóhannsson að syngja Ol‘ Man River eftir Roger og Hammerstein og meðleikari hans á píanó er Pétur Ernir Svavarsson. Píanóleikarinn Mariann Rähni er fulltrúi Tónlistarskóla Bolungarvíkur og ætlar hún að leika vals í e-moll eftir Chopin.

Hátt í 500 tónlistarnemendur komu fram á svæðistónleikum fyrr í þessum mánuði. Sjö framúrskarandi tónlistaratriði voru valin á hverjum svæðistónleikum og verða þau flutt á hátíðinni á sunnudag.

Smári

DEILA