Tveir fornminjastyrkir vestur

Fornleifauppgröftur á Hrafnseyri í Arnarfirði.

Í síðustu viku var styrkjum úthlutað til 24 verkefna úr fornminjasjóði. Tveir styrkir fóru til verkefna á Vestfjörðum. Annars vegar 2,5 milljóna kr. styrkur til Náttúrustofu Vestfjarða vegna fornminjarannsókna í Arnarfirði og hins vegar til rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Bolungarvík vegna rannsókna á hvalveiðum útlendinga við Íslandsstrendur á 17. öld.

smari@bb.is

DEILA