Vestfirskir verktakar ehf. hafa sótt um sjö lóðir á Ísafirði undir iðnaðarhúsnæði. Í fyrra og hittifyrra reisti fyrirtækið þrjár skemmur á Mávagarði og reyndist vera mikil eftirspurn eftir húsnæðinu. „Þetta hefur selst um leið og við finnum að það er ennþá eftirspurn,“ segir Garðar Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra verktaka. Lóðirnar sem fyrirtækið sótti um eru Æðartangi 16, 18 og 20 annarsvegar og Neðstafjara 1, 3, 5 og 7. Lóðirnar eru á nýlegu deiliskipulagi Suðutanga. „Við fáum ekki allar lóðirnar að sinni. Erum búnir að fá lóðirnar á Æðartanga og förum fljótlega í að láta teikna fyrir okkur hús,“ segir Garðar. Tvö eða þrjú hús verða reist á lóðunum og útfærsla þeirra verður með svipuðu sniði og er á iðnaðarhúsunum á Mávagarði. Aðspurður hvenær verður byrjað að segir Garðar það óljóst, en ólíklegt að það verði byrjað í sumar.
Í Bolungarvík stefna Vestfirskir verktaka á að hefjast handa í sumar við að reisa 900 fm iðnaðarhúsnæði. Húsið mun standa á Mávakambi 1-3 og alls verða 12 bil í húsinu.
smari@bb.is