Gísli á Uppsölum ílengist í Þjóðleikhúsinu

Nýjasta verk Kómedíuleikhússins, einleikurinn um einbúann Gísla á Uppsölum hefur hreiðrað vel um sig í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Gísli í líkama leikarans Elfars Loga Hannessonar hélt suður yfir heiðar í janúarmánuði er Kómedíuleikhúsinu hafði boðist að hafa þrjár sýningar á verkinu. Mjög fljótt seldist upp á þær sýningar og var þá þremur sýningum bætt við og þegar seldist upp á þær þremur til viðbótar bætt við, sýningarnar eru nú orðnar 12 á fjölum Þjóðleikhússins og hefur þremur verið bætt við til viðbótar og verða það síðustu sýningarnar á verkinu í leikhúsi þjóðarinnar. Sýnt var í gærkvöldi klukkan 19:30 og næstu sýningar eru á laugardag og sunnudag klukkan 17.

Sýningin um Gísla á Uppsölum hefur vakið mikla athygli og hefur hún fengið afbragðs dóma gagnrýnenda og hlýleg viðbrögð gesta sem keppst hafa við að hlaða hana lofi og segist Elfar Logi hræður, hissa og þakklátur yfir viðbrögðunum.

Þeir Elfar Logi og Þröstur Leó Gunnarsson leikstjóri sýningarinnar voru í viðtali á Bylgjunni í vikunni og má heyra það hér.

annska@bb.is

DEILA