Hvassviðri eða stormur í dag

 

Veðurstofa Íslands spáir suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s og talsverðri rigningu á Vestfjörðum í dag, hvassast verður syðst. Sunnan 8-13 m/s og úrkomuminna síðdegis. Hiti verður á bilinu 3 til 7 stig. Sunnan 5-10 m/s og rigning eða slydda með köflum á morgun og kólnar. Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir og snjóþekja.

annska@bb.is

DEILA