Aðalfundur Sjálfsbjargar á morgun

Frá landsfundi Sjálfsbjargar í Bolungarvík 2015

Í síðasta tölublaði Bæjarins besta kemur fram í auglýsingu að aðalfundur Sjálfsbjargar á Ísafirði verði haldinn þriðjudaginn 12. janúar í húsi Framsóknarflokksins við Pollgötu kl. 16:00. Nú er það svo að 12. janúar mun ekki lenda á þriðjudegi fyrr en árið 2021 og fullsnemmt að auglýsa aðalfund með fjögurra ára fyrirvara. Þarna eru leið mistök á ferðinni, fundurinn er á þriðjudegi engu var um það logið en dagurinn mun vera númer 10 í janúar en ekki 12 og leiðréttist það hér með.

Aðalfundur Sjálfsbjargar, félags hreyfihamlaðra á Ísafirði, verður haldinn í húsi Framsóknarflokksins við Pollgötu, þriðjudaginn 10. janúar kl. 16:00, þannig átti að þetta nú að hljóma.

bryndis@bb.is

DEILA