Þórunn Arna í nýju lagi Jóns Ólafssonar

Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

Jón Ólafsson hefur sent frá sér nýtt lag af væntanlegri sólóplötu sinni, sem von er á snemma árs 2017. Ísfirska söng- og leikkonan Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur í myndbandi við lagið. Lagið heitir „Þegar þú finnur til“. Leikstjóri myndbandsins er KiddiK. Þórunn Arna er fædd og uppalin á Ísafirði og útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og var þá ráðin til Þjóðleikhússins. Hún hefur leikið í Dýrunum í Hálsaskógi, Macbeth, Vesalingunum, Ballinu á Bessastöðum og Heimsljósi til að nefna nokkur.

https://www.youtube.com/watch?v=N86PwGs7BFohttp://

brynja@bb.is

DEILA